Um félagið / About

Meginmarkmið Danshöfundafélags Íslands er að gæta hagsmuna danshöfunda á Íslandi. Félagið sinnir þessu hlutverki meðal annars með því að efla faglega samstöðu og samræðu, vinna að auknum sýnileika atvinnugreinarinnar og standa vörð um höfunda- og hugverkarétt danshöfunda.

Flestir danshöfundar starfa verkefnabundið fyrir stóru leikhúsin, Íslenska dansflokkinn og sjálfstæða dans- og leikhópa. Auk þess vinna þeir að verkefnum fyrir auglýsingar, dagskrá- og kvikmyndagerð, áhugaleikfélög og framhaldsskóla. Skortur á samningum, fjármagns- og aðstöðuleysi hefur verið dragbítur á greininni og heft þá þróun sem möguleg væri innan hennar. Nýtt fagfélag danshöfunda er því mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu danslistarinnar hér á landi.

Stjórn DFÍ 2016:

Formaður: Katrín Gunnarsdóttir (danshofundar@gmail.com)

Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir

Ritari: Védís Kjartansdóttir

Varamaður: Alexander Roberts

Lög Danshöfundafélags Íslands

Samþykkt á stofnfundi 2014

 1. gr. Heiti félagsins er Danshöfundafélag Íslands (DFÍ). Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
 2. gr. Markmið félagsins er að:

– gæta hagsmuna danshöfunda á Íslandi


– efla faglega samstöðu og samræðu og vinna að auknum sýnileika danshöfunda


– standa vörð um  höfunda- og hugverkarétt danshöfunda í samræmi við lög  og  reglur um slík réttindi.


– hafa áhrif á úthlutun fjár- og styrkveitinga til listdansmála

 1. gr. Skilyrði félagsaðildar eru þessi:

3.1. Umsókn um inngöngu í félagið skal vera skrifleg. Til þess að verða fullgildur félagi þarf umsækjandi að hafa lokið a.m.k. 3ja ára BA námi í dansi, danssmíði eða kennaraprófi í listdansi, og leggja fram vottorð þar að lútandi. Heimilt er að veita félagsaðild þeim sem lokið hefur meistaranámi í áðurnefndum fögum hafi viðkomandi bakkalárgráðu í öðru fagi. Auk þess skal umsækjandi uppfylla skilyrði um starfsreynslu:

 1. a) 2 sviðssetningar við viðurkennda listastofnun*
 2. b) 6 sviðssetningar á áhugavettvangi

Stjórn er heimilt að  veita undanþágu frá skilyrðum um starfsreynslu hafi umsækjandi lokið sérhæfðu danshöfundanámi frá viðurkenndir menntastofnun á háskólastigi.

3.2. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði um menntun samkvæmt lið 3.1. getur hann sótt um félagsaðild sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt. Að danshöfundur hafi lokið í það minnsta 3ja ára marktæku námi í listgrein sinni eftir 16 ára aldur og unnið sem danshöfundur í a.m.k 4 uppfærslum við viðurkennda listastofnun*.

3.3. Nemar sem stunda viðurkennt háskólanám í listdansi, geta sótt um nemaaðild að DFÍ. Nemar greiða ekki félagsgjöld og eru ekki fullgildir félagsmenn, og geta ekki sótt um styrki en félaginu er skylt að gæta hagsmuna þeirra á starfssviði félagsins. Þegar námi lýkur þarf nemi að endurnýja umsókn sína svo hún verði fullgild.

3.4. Umsækjandi telst félagi þegar stjórn félagsins hefur metið umsókn hans fullgilda.

 1. gr. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.
 1. gr. Greiði félagi ekki fallin gjöld sín fyrir aðalfund, missir hann atkvæðisrétt sinn á fundum félagsins, þar til hann hefur greitt þau að fullu. Hafi hann ekki greitt gjöld sín í full 2 ár, telst hann ekki lengur í félaginu.
 2. gr. Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. mars ár hvert samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Aðalfund skal boða með tölvupósti eða skriflega með 14 daga fyrirvara og skal boðið sent út ásamt hefðbundinni dagskrá. Aðalfund skal einnig auglýsa á vefsíðu félagsins. Fyrir aðalfund skal leggja fram skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins. Þá leggur stjórnin fram verkefnaáætlun sína fyrir næsta starfsár og ályktanir til samþykktar. Að öðru leyti skal aðalfundur vera vettvangur alls þess sem viðkemur hagsmunum, hugmyndum og hugsjónum danslistamanna.
 3. gr. Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna stjórn auk varamanns, til eins árs í senn.
 4. gr. Formaður kemur almennt fram fyrir hönd félagsins út á við og gagnvart stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum. Stjórn getur þó tilnefnt annan úr stjórn sem staðgengil formanns sem mæti fyrir hönd félagsins á fund þeirra samtaka sem félagið á aðild að. Stjórnin skal annast daglegan rekstur og sinna venjulegum stjórnarstörfum.

Félagsfundi skal halda samkvæmt ákvörðun stjórnar. Stjórn ber að kalla saman fundi í félaginu ef minnst 10 félagsmanna æskja þess skriflega og tilgreina ástæðu. Fundir skulu boðaðir skriflega með a.m.k 10 daga fyrirvara. Formaður stjórnar fundum og leggur fyrir þau mál, sem ræða skal. Formanni er þó heimilt að skipa fundarstjóra í sinn stað.

Stjórn félagsins ræður málefnum þess með þeim takmörkum sem þessi lög setja. Hún fer með öll málefni þess milli funda og tekur ákvarðanir um þær í samræmi við hagsmuni félagsins í heild sinni og tilgangi þess.

Stjórnin ber í heild sinni ábyrgð á eignum félagsins og fjárreiðum og skal hún ráðstafa og ávaxta fjármunum þess í samræmi við tilgang félagsins. Skal hún jafnframt leita hagstæðustu kosta og leiða við framkvæmd verkefna.

Stjórn er heimilt að ráða til sín framkvæmdastjóra svo framarlega sem félagið hafi fjárhagslegt bolmagn til þess. Skal slík ákvörðun fara fyrir aðalfund til samþykkis.

 1. gr. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.
 2. gr. Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn í síðasta lagi 14 dögum fyrir aðalfund. Í öðrum málum þar sem atkvæðagreiðsla er notuð til ákvörðunar á fundum nægir einfaldur meirihluti.

11.gr. Ákvörðun um að leggja niður DFÍ er ekki hægt að taka nema minnst 2/3 hlutar fulltrúa félagsmanna séu á fundi og 3/4 hlutar fundarmanna greiði tillögu þess efnis atkvæði sitt, að öðrum kosti fellur tillagan niður. Slíka tillögu er aðeins hægt að flytja á aðalfundi sem boðað er til með löglegum hætti. Ef félagið skal lagt niður verða eigur og sjóðir félagsins settar í vörslu menningarmálaráðuneytisins til vörslu og ávöxtunar og afhentar sambærilegum samtökum ef stofnuð verða, til eignar og ráðstöfunar.

*Með viðurkenndri listastofnun er átt við leikhús/dansflokk eða danshóp/leikhóp sem nýtur opinbers fjárstuðnings.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s